Félag dáleiðara var stofnað 11. maí 2011

Tilgangur félagsins er:

„Að gangast fyrir fræðslu og miðla upplýsingum til félagsmanna um dáleiðslu og skylt efni með það fyrir augum að stuðla að aukinni þekkingu þeirra og hæfni.

Að vinna að því að auka framgang dáleiðslu á Íslandi með því að opna fyrir og auka skilning, vitund og þekkingu almennings um dáleiðslu og gagnsemi hennar.“

Félag dáleiðara hefur því haldið kynningar og fræðsludag fyrir almenning á Alþjóðlega dáleiðsludeginum 4. Janúar á hverju ári.

Í 4. grein laga félagsins segir jafnframt:

„Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að:

Að halda fræðslufund a.m.k. einu sinni á hverju ári fyrir félagsmenn þar sem fengnir eru fyrirlesarar, innlendir og/eða erlendir til að miðla fræðslu, þekkingu og reynslu. Miðla til félagsmanna fræðsluefni um dáleiðslu og tengt efni sem stuðlar að því að viðhalda og auka þekkingu þeirra og víkka sjóndeildarhringinn. Stuðla að því að félagsmenn miðli fræðsluefni sín á milli í sama tilgangi.

Dreifa kynningarefni ætlað almenningi um dáleiðslu og halda almenna fræðslufundi um efnið. Stuðla að opinberri umfjöllun í fjölmiðlum og annars staðar um tilgang og gagnsemi dáleiðslumeðferðar.

Stuðla að samvinnu og samstarfi við heilbrigðisstéttir og fagaðila um framgang dáleiðslunnar.“

Ég hvet áhugasama að skoða vel heimasíðu félagsins því hér er bæði hægt að skoða lengri og styttri námskeið/nám í dáleiðslu hjá þremur skólum sem starfandi eru hér á landi en stjórnendur þeirra og kennarar eru allir félagsmenn í Félagi dáleiðara. Hægt að lesa sér frekar til um gagnsemi dáleiðslu og sjá hvaða félagsmenn bjóða upp á meðferðardáleiðslu.  Einnig að skoða Facebooksíðu félagsins https://www.facebook.com/Felagdaleidara  en þar birtum við tilkynningar um það sem er efst á baugi hjá okkur hverju sinni.

Um leið og ég ítreka óskir mínar um gleði- og gæfuríkt komandi ár ykkur til handa þá vil ég fullvissa ykkur um gildi og gagnsemi dáleiðslu; komandi ár munu sanna það!

Megi gleði, farsæld og friður fylgja ykkur á komandi ári. Sigríður A. Pálmadóttir, formaður Félags dáleiðara.