Félagið var stofnað 11. maí, 2011

Tilgangur félagsins er:
Að gangast fyrir fræðslu og miðla upplýsingum til félagsmanna um dáleiðslu og skylt efni með það fyrir augum
að stuðla að aukinni þekkingu þeirra og hæfni.
Að vinna að því að auka framgang dáleiðslu á Íslandi með því að opna fyrir og auka skilning, vitund og þekkingu
almennings um dáleiðslu og gagnsemi hennar.

Kennitala Félags dáleiðara: 650511-0770

Stjórn

Á aðalfundi 2. nóvember 2023 voru eftirfarandi kosin:

Formaður: Hólmfríður Jóhannesdóttir | hj@daleidari.is Sími: 698 7807

Varaformaður: Ingibjörg Bernhöft (2023-2025) | ibernhoft@gmail.com Simi: 615 3550

Ritari: Jón Víðis Jakobsson (2023-2024) | jonvidis@tofrar.is Sími: 895 3035

Gjaldkeri: Sigurjón Hrafnkelsson (2023-2024) | srh@centrum.is Sími: 664 5010

Meðstjórnandi: Hjördís Ósk Óskarsdóttir (2023-2025) | hugaroskir@hugaroskir.is Sími: 620 1270

Varamenn: Benedikt Þór Guðmundsson | bennigumm@simnet.is – Berglind Þórðardóttir | berglind_t@simnet.is

 

Siðanefnd: Ingibjörg Bernhöft | Katrín Níelsdóttir | Þórný Björk Jakobsdóttir

Skoðunarmaður reikninga: Hrólfur Gunnlaugsson 

Lög

1. grein
Nafn félagsins er Félag dáleiðara.
Á ensku: The Icelandic Hypnotherapy Society.
Félagssvæði er allt landið, heimili og varnarþing er í Reykjavík.

2. grein
Félagsaðild. Þeir eiga rétt á að ganga í félagið, sem lokið hafa dáleiðslunámi sem félagið viðurkennir.
Einnig má stjórn samþykkja nýja félaga á grundvelli menntunar og reynslu þeirra af störfum við dáleiðslu.

3. grein
Tilgangur félagsins er:
Að gangast fyrir fræðslu og miðla upplýsingum til félagsmanna um dáleiðslu og skylt efni með það fyrir augum að stuðla að aukinni þekkingu þeirra og hæfni.
Að vinna að því að auka framgang dáleiðslu á Íslandi með því að opna fyrir og auka skilning, vitund og þekkingu almennings um dáleiðslu og gagnsemi hennar.

4. grein
Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að:
Að halda fræðslufund a.m.k. einu sinni á hverju ári fyrir félagsmenn þar sem fengnir eru fyrirlesarar, innlendir og/eða erlendir til að miðla fræðslu, þekkingu og reynslu. Miðla til félagsmanna fræðsluefni um dáleiðslu og tengt efni sem stuðlar að því að viðhalda og auka þekkingu þeirra og víkka sjóndeildarhringinn. Stuðla að því að félagsmenn miðli fræðsluefni sín á milli í sama tilgangi.
Dreifa kynningarefni ætlað almenningi um dáleiðslu og halda almenna fræðslufundi um efnið. Stuðla að opinberri umfjöllun í fjölmiðlum og annars staðar um tilgang og gagnsemi dáleiðslumeðferðar.
Stuðla að samvinnu og samstarfi við heilbrigðisstéttir og fagaðila um framgang dáleiðslunnar.

5. grein
Félagsgjald skal ákveðið á aðalfundi ár hvert og innheimt í upphafi hvers starfsárs og strax eftir að nýr félagsmaður öðlast aðild að félaginu.
Heiðursfélagar eru undanþegnir greiðslu félagsgjalds.
Félagsgjöld eru á eindaga einum mánuði eftir útgáfu innheimtu. Félagsmaður missir kjörgengi og atkvæðarétt á aðalfund séu félagsgjöld í vanskilum. Sömu ákvæði gilda um almennan félagsfund sem boðað er til samkvæmt 12. grein laga félagsins. Stjórn félagsins er heimilt að fella niður aðild að félaginu séu vanskil orðin meiri en sem nemur 1 ári. Það skal gert með sannanlegri tilkynningu með minnst fjögurra vikna fyrirvara.

6. grein
Reikningsár félagsins er frá 1. febrúar til 31. janúar. Á aðalfundi skal stjórn gera grein fyrir starfsárinu og leggja fram reikninga. Aðeins félagsmenn hafa atkvæðisrétt á aðalfundi.

7. grein
Aðalfund skal halda eigi síðar en 15. mars ár hvert og skal boða til hans með minnst tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti. Tillögur að lagabreytingum af hálfu stjórnar skal senda með aðalfundarboði. Tillögur að lagabreytingum frá almennum félagsmönnum þurfa að berast stjórn í síðasta lagi viku fyrir aðalfund til útsendingar til félagsmanna. Aðalfundur telst löglegur sé rétt til hans boðað. Einfaldur meirihluti mættra félagsmanna ræður úrslitum mála.
Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

1. Kosning fundarstjóra og ritara.
2. Skýrsla stjórnar lögð fram.
3. Skýrsla siðanefndar
4. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
5. Lagðar fram tillögur að lagabreytingum.
6. Kosning formanns.
7. Kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára.
8. Kosning varamanna í stjórn.
9. Kosning siðanefndar.
10. Kosning skoðunarmanns reikninga félagsins.
11. Ákvörðun félagsgjalds.
12. Önnur mál.

8. grein
Stjórn félagsins skal skipuð 5 félagsmönnum, formanni og 4 meðstjórnendum. Formaður skal kosinn til eins árs og aðrir meðlimir stjórnar kosnir til tveggja ára í senn, 2 kosnir annað árið og 2 hitt. 2 varamenn stjórnar eru kosnir til eins árs. Sami aðili má lengst vera formaður þrjú ár samfellt. Stjórn skiptir með sér verkum á fyrsta fundi sem haldinn skal strax að loknum aðalfundi. Stjórnarfundi skal halda eigi sjaldnar en ársfjórðungslega og oftar ef tilefni er til. Stjórn er skylt að halda fundargerðir og halda skrá yfir atburði og annað tengt félaginu. Fundargerðir og samþykktir stjórnar skulu vera aðgengilegar félagsmönnum. Þriggja manna siðanefnd skal kosin á aðalfundi félagsins. Stjórnin hefur heimild til að skipa nefndir um tiltekin verkefni eftir því sem hún telur ástæðu til, t.d. fræðslunefnd, skemmtinefnd og siðanefnd náist ekki kosning um hana á aðalfundi.
Á aðalfundi skal kosinn skoðunarmaður sem yfirfer reikninga félagsins og staðfestir það með undirskrift sinni á ársreikningi.

9. grein
Félagsgjöld og aðrar tekjur skulu notaðar til uppbyggingar á félaginu í samræmi við tilgang þess samkvæmt ákvæðum 3. og 4. greinar laga félagsins og greiða eðlilegan og óhjákvæmilegan kostnað við rekstur þess.

10. grein
Tillögur að slitum á félaginu skulu lagðar fyrir aðalfund og kynntar félagsmönnum með sannanlegum hætti með minnst 2 vikna fyrirvara. Samþykki 2/3 hluta fundarmanna þarf til að leggja félagið niður. Verði félagið lagt niður skal eignum þess ráðstafað til góðgerðarmála samkvæmt ákvörðun meirihluta fundarmanna á aðalfundi.

11. grein
Allir félagar skuldbinda sig til að starfa eftir samþykktum og siðareglum Félags dáleiðara og hlýta þeim í starfi sínu. Víki félagsmaður frá þeirri skuldbindingu getur hann átt von á áminningu eða brottvikningu úr félaginu. Siðanefnd félagsins metur brot og viðurlög hverju sinni.[/vc_column_text]

12. grein
Stjórn félagsins er heimilt að boða til almenns félagsfundar til að leggja mál fyrir til umræðu, t.d. tillögur að lagabreytingum, telji hún það aðkallandi og nauðsynlegt fyrir framgang félagsins. Einnig er stjórn félagsins skylt að boða til félagsfundar komi fram skrifleg ósk um það frá minnst 33% félagsmanna. Til félagsfundar skal boðað með sannanlegum hætti með minnst tveggja vikna fyrirvara og skal boðuninni fylgja upplýsingar um tilefni og þau mál sem ætlunin er að leggja fyrir fundinn til umfjöllunar.

13. grein
Ákvæði um siðareglur og siðanefnd.
Hlutverk siðanefndar er að fara yfir og meta mál sem stjórn vísar til hennar. Þegar kærur, kvartanir og athugasemdir berast félaginu vegna mögulegra brota á siðareglum félagsins skal stjórn vísa þeim til siðanefndar. Siðanefnd tilkynnir viðkomandi félagsmanni sem málið beinist að um það og kallar eftir og gefur viðkomandi kost á að grípa til varna. Siðanefnd skal skila umsögn sinni og tillögum um aðgerðir sem byggðar eru á öllum gögnum málsins til stjórnar félagsins svo fljótt sem auðið er hverju sinni. Stjórn félagsins tekur svo ákvörðun um aðgerðir. Fyrir ítrekuð og/eða alvarleg brot félagsmanns á lögum og reglum félagsins hefur stjórn heimild, að höfðu samráði við siðanefnd félagsins, til að vísa honum tafalaust úr félaginu. Félagsgjald endurgreiðist þá ekki.
Tillögur að breytingum á siðareglum félagsins skal leggja fyrir aðalfund félagsins en skulu áður hafa verið kynntar fyrir félagsmönnum með sannanlegum hætti.

14. grein
Félagsmaður getur hvenær sem er sagt sig úr félaginu og skal það gert með sannanlegum hætti til stjórnar félagsins. Félagsgjald endurgreiðist ekki.

Þannig samþykkt á aðalfundi 15. mars 2021

Siðareglur

Dáleiðarar í Félagi dáleiðara gangast undir eftirfarandi siðareglur.

1. grein

Dáleiðari er bundinn þagnarheiti gagnvart meðferðarþega sínum. Fullur trúnaður og virðing skal ríkja milli meðferðarþega og meðferðaraðila.

2. grein

Dáleiðari skal fara með allar persónulegar upplýsingar, sem snerta meðferðarþega, sem trúnaðarmál. Ef meðferðarþegi er yngri en 18 ára skal samþykki foreldra/forráðamanns fyrir meðferðinni liggja fyrir. Börn eru ætíð í meðferð á ábyrgð foreldra sinna.

3. grein

Dáleiðari leitast við að gera ekkert það, sem til vanvirðu má teljast gagnvart sínu félagi eða meðferðarþega, hvorki í ræðu né riti, né nokkuð annað sem rýrt geti álit almennings á starfi hans eða skert hagsmuni stéttarinnar.

4. grein

Dáleiðara ber ekki skylda til að veita hverjum þeim sem til hans leitar meðferð. Meðferðaraðili sem er meðvitaður og þekkir glöggt takmörk ábyrgðar sinnar. Hann veit hvað þarf til að vinna gott meðferðarstarf og tekur tillit til eigin velferðar og velferðar meðferðarþega.

5. grein

Dáleiðari skal hafa að markmiði að leitast við að bæta líðan fólks og efla heilbrigði þess.

6. grein

Dáleiðari sjúkdómsgreinir ekki, lofar ekki lækningu, né reynir að hafa áhrif á læknismeðferðir sem meðferðarþegi hans er í og gefur meðferðarþega allar nauðsynlegar upplýsingar er varða þá meðferð sem hann veitir.

7. grein

Dáleiðara ber að færa meðferðarskýrslu um hvern meðferðarþega og fara með samkvæmt lögum og reglum.

8. grein

Dáleiðari skal jafnan sýna heiðarleika og virðingu í samskiptum sínum við starfsfélaga og aðra meðferðaraðila og skuldbindur sig til að reka ábyrga starfsemi.

Þannig samþykkt á aðalfundi 28. febrúar 2019

Teljir þú að dáleiðari hafi ekki unnið í samræmi við þessar siðareglur getur þú kært hann skriflega til stjórnar Félags dáleiðara. Tilgreina þarf hvaða ákvæði þú telur að hafi verið brotið. Stjórn vísar málum til siðanefndar sem tekur þá málið til umfjöllunar og skilar skriflegri niðurstöðu með rökstuddri greinargerð til stjórnar sem klárar málið eftir atvikum hverju sinni. (Skv. 13. grein laga)

Félagsmenn

Allir félagsmenn hafa lokið viðurkenndu dáleiðslunámi

 

A
Aðalheiður Flosadóttir
Aðalheiður Harðardóttir
Albert Valur Albertsson
Alex Leó Kristinsson
Andrés Andrésson
Anna Dúna Steinarsdóttir
Anný Björg Pálmadóttir
Arnþór Arnþórsson
Auður Árnadóttir
Auður Bjarnadóttir
Axel Bragason

Á
Álfheiður Gló Einarsdóttir
Álfheiður Eva Óladóttir
Ása Guðmundsdóttir
Ása Kolka Haraldsdóttir
Ásdís Olsen
Áslaug H. Aðalsteinsdóttir

B
Benedikt Þór Guðmundsson
Berglind Þórðardóttir
Berglind Kvaran Ævarsdóttir
Björg Einarsdóttir
Brynja Valdís Gísladóttir

D
Dagbjört Magnúsdóttir
Dagbjört Þórðardóttir
Dögg Jónsdóttir

E
Einar Aron Fjalarsson
Einar Örn Hreinsson
Einar Jónsson
Elín Þóra Ingólfsdóttir
Elín Vala Jónsdóttir
Elínborg Hilmarsdóttir
Elísabet Einarsdóttir
Esther Helga Guðmundsdóttir
Eva Karen Axelsdóttir
Eva Dögg Fjölnisdóttir
Eygló Ýr Evudóttir

F
Fanney Lára Einarsdóttir

G
Geir Jón Karlsson
Georg Heiðar Ómarsson
Georg Holm
Gísli Freyr Eggertsson
Gréta Lind Sigurðardóttir
Gróa Sigurbergsdóttir
Guðbjörg Erlendsdóttir
Guðjón Sveinsson
Guðlaug Gunnarsdóttir
Guðmundur Bergmann Óðinsson
Guðmundur Svövuson
Guðný María Guðmundsdóttir
Guðríður Björgvinsdóttir
Guðríður Ebba Pálsdóttir
Guðrún María Jóhannsdóttir
Guðrún Karla Sigurðardóttir
Gunnhildur Heiða Axelsdóttir
Gunnjóna Una Guðmundsdóttir
Guttormur Rafnkelsson
Gyða Dröfn Tryggvadóttir

H
Halldór Andri Bachmann Sölvason
Halldóra Leifsdóttir
Hanna Rut Jónasdóttir
Harpa Tanja Unnsteinsdóttir
Haukur Hauksson
Heiða Hauksdóttir
Heiðar Ragnarsson
Heiður Hreinsdóttir
Helena Jónsdóttir
Helena Óskarsdóttir
Helga Birgisdóttir
Helga Haraldsdóttir
Helgi Haraldsson
Hildur Salína Ævarsdóttir
Hjördís Þóra Jónsdóttir
Hjördís Ósk Óskarsdóttir
Hólmfríður Jóhannesdóttir
Hrafnhildur Þorgrímsdóttir
Hrólfur S. Gunnlaugsson
Hörður Guðmundsson
Hörður Kári Jóhannesson

I
Ingibjörg Helga Baldursdóttir
Ingibjörg Bernhöft
Ingibjörg Bernhöft
Ingibjörg L. Kristinsdóttir
Ingibjörg Magnúsdóttir
Ingibjörg K. Stefánsdóttir
Ingibjörg Zophoníasdóttir
Ingimar Pálsson
Ingvar Þór Guðjónsson

Í
Íris Huld Hákonardóttir
Ívar Erlendsson
Ívar Örn Þórhallsson

J
Jóhanna Finnborg Magnúsdóttir
Jóhanna Ólöf Rúnarsdóttir
Jóhanna I. Sigurjónsdóttir
Jón Kristófer Fasth
Jón Víðis Jakobsson
Jón Júlíusson
Jón Þórarinn Þorvaldsson
Jóna Elísabet Sverrisdóttir
Jónína Lóa Kristjánsdóttir

K
Karólína Helga Eggertsdóttir
Katrín Kristbjörnsdóttir
Katrín Níelsdóttir
Katrín Sandholt
Katrín Valentínusdóttir
Kay Cook
Kári Jónsson
Kolbeinn Steinþórsson
Kolbrún Þórðardóttir
Kristinn J. Gíslason
Kristín Sigfúsdóttir
Kristín Snorradóttir
Kristjana Bergsdóttir
Kristján Gilbert
Kristján Hlíðar Gunnarsson

L
Lára Sverrisdóttir

M
Malgorzata Bachmann Laskowska
Margrét Jóhannesdóttir
María Nsamba Ásgeirsdóttir
María Pálmadóttir
Martina Sigursteinsdóttir
Matthildur Ingólfsdóttir
Matthildur Pálsdóttir

N
Nökkvi Fjalar Orrason

O
Oliver Edvardsson

P
Pálína Gunnarsdóttir
Páll Árnason

R
Ragnheiður Kristín Björnsdóttir
Ragnheiður Gunnbjörnsdóttir
Rannveig Ingvadóttir
Regína Hrönn Ragnarsdóttir
Rósa Björk Hauksdóttir
Rúna Magnúsdóttir
Rögnvaldur Axel Sigurðsson

S
Sigríður A. Pálmadóttir
Sigríður María Róbertsdóttir
Sigrún Björk Benediktsdóttir
Sigrún Hjaltalín
Sigrún Jóhanna Marteinsdóttir
Sigrún Rafnsdóttir
Sigrún Sveinbjörnsdóttir
Sigrún Þórarinsdóttir
Sigurbjörg Kristjánsdóttir
Sigurbjörn Grétar Eggertsson
Sigurjón Hrafnkelsson
Sigurlaug G. Gunnarsdóttir
Sigurveig Alfreðsdóttir
Sigurveig Halldórsdóttir
Soffía Halldórsdóttir
Sólveig Höskuldsdóttir
Sólveig Klara Káradóttir
Sólveig Þórhallsdóttir
Stefán Barði Kristjönuson
Steinunn Björnsd. Bjarnarson
Steinunn Valdimarsdóttir
Sturla B. Johnsen
Svana Björk Hjartardóttir
Svanhildur Inga Ólafsdóttir
Sverrir M. Gunnarsson

V
Valgerður Snæland Jónsdóttir
Viðar Sýrusson
Vigdís Heiðrún Viggósdóttir
Vildís Bjarnadóttir

Þ
Þorbjörg Ásbjörnsdóttir
Þorbjörg Kristjánsdóttir
Þórhalla Ágústsdóttir
Þórhildur Kristjánsdóttir
Þórhildur Sylvía Magnúsdóttir
Þórir Kristinsson
Þórlaug Borg Ágústsdóttir
Þórný Björk Jakobsdóttir
Þórunn S. Einarsdóttir
Þórunn Ragnarsdóttir
Þuríður Hjálmtýsdóttir
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Þráinn Víkingur Ragnarsson
Þröstur Þorvaldsson

Ganga í félagið

Allir sem lokið hafa viðurkenndu námi í dáleiðslu geta orðið meðlimir í Félagi dáleiðara.

Til að vera meðlimur í Félagi dáleiðara þarftu að hafa lokið dáleiðslunámi sem félagið viðurkennir eða sambærilegu dáleiðslunámi annars staðar.

Umsóknareyðublað til að ganga í Félag dáleiðara, vinsamlegast fyllið í öll svæði.

Umsóknareyðublað til að ganga í Félag dáleiðara
Dáleiðslunám