Er hægt að dáleiða alla?

Dáleiðsla er samvinna milli dáleiðara og dáleiðsluþega, hægt að dáleiða alla sem eru tilbúnir til þess. Meðferð hjá dáleiðara er því leidd sjálfsdáleiðsla.

Er ég meðvitundarlaus í dáleiðslu?

Nei, maður veit alltaf af sér, man allt og hefur fulla stjórn. Margir halda að þeir missi meðvitund í dáleiðslu en þessu er einmitt öfugt farið, skynfærin verða næmari.

Dáleiðsla líkist frekar eðlilegu vökuástandi en svefni. Oftast er notuð aðferð á dáleiðsluþega til að ná fram syfju og slævandi áhrifum með slökun og tillögum um svefn, en það er auðvelt að framkalla dáleiðslu án þess að minnast á svefn og hægt er að ná fram dáleiðslu í vökuástandi.

Í dáleiðslu er maður vakandi og meðvitaður en í svefni eru skynfærin í bið og við bregðumst ekki við þegar talað er við okkur. Þannig líkist dáleiðsla frekar vökuástandi en svefni.

Hoppa ég eins og hæna ef dáleiðarinn fer fram á það?

Hafirðu séð sviðsdáleiðslusýningu er skiljanlegt að þú farir frá þeirri upplifun með þessa sýn á dáleiðslu. Það er eins og að ekki sé hægt annað en samþykkja allar skipanir dáleiðarans.

En sviðsdáleiðsla er skemmtun og tilgangur hennar er að sýningin sé skemmtileg og til þess verður sviðsdáleiðarinn að kalla fram í fólki sem tekur þátt í sýningunni farsakennda hegðun. Dáleiðslumeðferð er notuð í alvarlegum tilgangi og að sjálfsögðu mun dáleiðsluþegi ekki vera beðinn um að gala eins og hani eða gera aðrar kúnstir eins og gert er á sviðsdáleiðslusýningum.

Til að komast í dáleiðslu þarf ég þá að leyfa dáleiðaranum að stjórna mér? Missi ég stjórn og tapa sjálfstæðum vilja?

Þessari hugmynd hefur verið viðhaldið af skáldsögum, teiknimyndasögum, sjónvarpi og kvikmyndum. Margir halda að dáleiðsla sé uppgjöf viljans til hins öfluga dávaldi. Þar sem hæfileikinn til að vera dáleiddur er huglæg upplifun gæti ekkert verið fjær sannleikanum. Flestir sérfræðingar eru sammála um að öll dáleiðsla sé sjálfsdáleiðsla. Þó að dáleiðari leiðbeini og komi á dáleiðsluástandi er hæfileikinn til að vera dáleiddur hjá dáleiðsluþega. Dáleiðsluþeginn er alltaf við stjórnvölinn.

Er það rétt að það sé bara hægt að dáleiða þá sem eru veikgeðja eða veikburða?

Það er erfitt, og stundum ómögulegt að dáleiða þá sem eru með þroskaskerðingu, geðsjúkdóma og þá sem eru ekki í tengslum við raunveruleikann. Því meiri greind, því betri dáleiðsluþegi.

Er hætta á að ég segi frá leyndarmálum sem ég vil ekki segja frá?

Nei, sumir halda ranglega að dáleiðsla sé „sannleikslyf“ sem gerir dáleiðsluþegum ómögulegt að ljúga og ræni þá getu til að halda trúnaði yfir vandræðalegum leyndarmálum. Meðan á dáleiðslu stendur mun maður ekki sjálfkrafa byrja að tala eða afhjúpa einhver náin leyndarmál sem maður myndi ekki segja frá í vökuástandi.

Hvað ef dáleiðarinn nær mér ekki úr dáleiðslu? Er hægt að festast í dáleiðslu?

Nei það er ekki hægt að festast í dáleiðslu! (Þó þú hafir séð í bíó!) Þar sem öll dáleiðsla er sjálfsdáleiðsla og dáleiðsluþegi alltaf við stjórn er enginn vandi fyrir dáleiðsluþega að hætta að vera í dáleiðslu, hann opnar bara augun! Eins og hann gerir á hverjum degi þegar hann hættir að vera sofandi.

Getur dáleiðarinn náð valdi yfir mér? Veikir dáleiðsla sjálfstæðan vilja minn?

Dáleiðsla hefur ekki á nokkurn hátt áhrif á sjálfstæðan vilja, hún hvorki breytir né veikir hann. Dáleiðsluþegar eru alltaf við stjórnvölinn og það er ekki hægt að láta þá gera neitt gegn vilja sínum. Dáleiðsluþegar eru ekki á nokkurn hátt undir stjórn dáleiðara.

Er dáleiðsla ávanabindandi, getur maður orðið háður henni?

Nei, það er hún ekki og dáleiðsluþegar geta alltaf unnið á móti dáleiðslu, sama hversu oft þeir hafa verið dáleiddir. Dáleiðsla er þægilegt hugarástand og því getur verið að sumir vilji komast í það oft, en það er ekki hægt að vera háður dáleiðslu.

Geta endurteknar dáleiðslur veikt hugann?

Endurteknar dáleiðsluleiðslur veikja ekki hugann. Í rannsóknum sem eru unnar í háskólum hafa þúsundir nemenda verið dáleiddir hundruð sinnum án nokkurs skaða.

Er hægt að dáleiða fólk gegn vilja þess?

Það er ekki hægt að dáleiða einhvern gegn vilja sínum. Dáleiðsla er ekki átök viljanna. Það er skilyrt traust og samvinna milli dáleiðara og dáleiðsluþega

Er hægt að láta dáleiddan einstakling gera eitthvað sem skaðar hann eða aðra?

Nei, flest yfirvöld eru sammála um að dáleiddir einstaklingar geti ekki verið látnir fremja andfélagslegar eða glæpsamlegar athafnir. Dáleiddur einstaklingur mun ekki gera neitt sem hann myndi ekki gera í venjulegu vökuástandi.