Oft er hægt að útskýra hvað eitthvað er með því að taka sérstaklega fram hvað það er ekki. Þetta gildir líka um dáleiðslu, svo við skulum byrja á því að segja hvað dáleiðsla er ekki, þ.e.: dáleiðsla er ekki lúmsk, slæm aðferð til stjórna huga og gjörðum svokallaðs „veikgeðja einstaklinga“ með því að láta þá gera það sem þeir annars myndu aldrei gera eða vera færa um, að fyrirskipun einhvers illa innrætts Dávalds.

Dáleiðsla er ekki leið til að tæla fólk í einhverja trúarbragðadýrkun eða eitthvert sérstakt trúarmynstur. Það er engin þörf á að trúa á dáleiðslu, frekar en maður þarf að trúa á rafmagn. Það gerist sjálfkrafa. Maður notar dáleiðslu einfaldlega á sama hátt og þú tengir rafmagnstæki, þegar þörf er á þjónustu þess.

Dáleiðslu er hægt að nota til að eyða eða koma í veg fyrir sársauka við tannviðgerðir, aðgerðir, eða fæðingar, sem eru aðstæður þar sem dáleiðsla nýtur sífellt meiri viðurkenningar í dag. Nútímarannsóknir hafa einnig sýnt fram á að hliðargrein dáleiðslu, notkun myndmáls getur haft styrkjandi áhrif á ónæmiskerfið í baráttu þess við sjúkdóma. Við erum rétt að byrja að átta okkur á gagnsemi dáleiðslu til þess að vinna bug á sýkingum. Hins vegar má ekki líta á dáleiðslu sem einhvers konar „allra meina bót“ á öllum sársauka og veikindum eða ná fram lækningu umfram getu vísindanna. Það ætti að líta á dáleiðslu sem viðbót við aðrar árangursríkar meðferðir. Vegna skorts á vísindalegum upplýsingum búum við langflest yfir röngum upplýsingum um dáleiðslu.

Dáleiðsla er einfaldlega öflugt tæki sem hægt er að nota til að ná markmiðum sem erfitt er að ná með því einu að nota sjálfstæðan vilja og gangrýna hugsun.