Félag dáleiðara var stofnað 11. maí 2011

Tilgangur félagsins er:

Að gangast fyrir fræðslu og miðla upplýsingum til félagsmanna um dáleiðslu og skylt efni með það fyrir augum að stuðla að aukinni þekkingu þeirra og hæfni.

Að vinna að því að auka framgang dáleiðslu á Íslandi með því að opna fyrir og auka skilning, vitund og þekkingu almennings um dáleiðslu og gagnsemi hennar.

Allir félagsmenn hafa lokið viðurkenndu námi í dáleiðslu og félagdið starfar með hagsmuni þeirra að leiðarljósi.

Félagið hefur staðið fyrir fræðsludögum fyrir dáleiðara og flutt inn erlenda fyrirlesara. Verið talsmaður dáleiðara við aðrar stéttir og haldið merkjum dáleiðslunnar á lofti.

Félagið hefur einnig haldið upplýsingafundi fyrir almenning og kynnt dáleiðslu fyrir samfélaginu.

Félagið heldur úti heimasíðu og upplýsingasíðu á Facebook.

Félagið heldur einnig utanum lokaðan hóp á Facebook fyrir félagsmenn þar sem þeir ræða um það sem efst er á baugi í heimi dáleiðslunnar hverju sinni og miðla af reynslu sinni.

Félagið heldur utan um og fylgist með að siðareglum dáleiðara sé fylgt.