Dáleiðsla

hjálpar, lagar og breytir

Dáleiðsla er samvinna.

Hægt er að dáleiða alla sem eru tilbúnir til þess. Meðferð hjá dáleiðara er því leidd sjálfsdáleiðsla.

Við hvað getur dáleiðsla hjálpað?

Dáleiðsla getur hjálpað við minningar tengdar lífshlaupi okkar. Ýmiskonar áföll og afleiðingar þeirra. Ýmsar fælnir og fíknir. Aðstoðað við að bæta árangur í námi og íþróttum. Andlegir og líkamlegir kvillar s.s. kvíði, svefntruflanir og þráhyggjur, verkjastjórnun og margskonar líkamleg vanlíðan sem fellur undir viðvarandi oft sjórnlaust ástand svo eitthvað sé nefnt.

Hvar finn ég dáleiðara?

Smelltu á hnappinn, þar geturðu valið úr dáleiðurum Félags dáleiðara.

Dáleiðsluskólar

Breytt hugsun

Dáleiðsluskólinn Hugarefling

Dáleiðsla

Dáleiðsla kallar fram vitundarástand sem unnt er að nýta  til að bæta almenna líðan og efla ákveðna þætti í fari fólks. Hún er til dæmis nýtt til þess að taka á svefnörðugleikum, erfiðum höfuðverkjum og  að efla einbeitni fólks í námi eða íþróttum.

Mjög algengt er að fólk misskilji dáleiðslu og geri sér óraunhæfar hugmyndir um hana, haldi til dæmis að sá sem er dáleiddur sé nánast viljalaust verkfæri í höndum dávaldsins, eða að hann öðlist andlegan ofurstyrk. Sú er ekki raunin. Áhrif dáleiðslu eru fremur hversdagslegt fyrirbæri sem venjulegt fólk reynir á sjálfu sér, nánast daglega. Dagdraumar eru dæmi um sefjunarástand sem svipar til þeirra. Sama má segja um hug þess sem horfir gagntekinn á sjónvarp, hlýðir á tónlist eða einbeitir sér á einhvern svipaðan hátt. Dáleiðsluástand er í raun ekki nema breytt vitund þar sem athyglinni er beint ákveðið að tilteknu atriði. Reynsla fólks af dáleiðslu er mjög misjöfn. Sumum finnst hún líkust djúpri, nánast svefnkenndri slökun; öðrum finnst þeir svífi um í hugsunum sínum. Í raun er reynsla hvers og eins sérstök og erfitt að lýsa dáleiðslu á mjög almennan hátt. Mikilvægt er að greina á milli dáleiðslu sem notuð er í meðferðarskyni og þeirri dáleiðslu sem dávaldar beita til skemmtunar, og „láta“ fólk gera einhverjar hundakúnstir, þótt hvort tveggja byggist á sama fyrirbærinu.   (Vísindavefurinn)