Sólveig Klara Káradóttir
Sólveig Klara Káradóttir

Sólveig Klara Káradóttir

Húkrunarfræðingur B.S., með Diploma í geðhjúkrun, Dip.CH., , CPTF. Dáleiðslutæknir og Búfræðingur

Aðsetur:  Akureyri (Orkulundi) en einnig í Reykjavík (Stórhöfða 15)

Sími:  868 9206

 

Nám:

Sótt 3 námskeið í dáleiðslu hjá Sigurlínu Hilmarsdóttur geðhjúkrunarfræðingi á árunum 2003-2008. Námskeið hjá Vigdísi Steinþórsdóttur í fyrrilífs dáleiðslu 2009. Námskeið John Sellars, diplomagráða í dáleiðslutækni 2011. Tvöfalt framhalds dáleiðslunámskeið hjá Roy Hunter í mars-apríl 2012, Client centered Regression Therapy og Advanced Parts Therapy for inner conflict resolution.
Hef alla tíð haft mikinn áhuga á dáleiðslu og lesið bækur þess efnis og ýmsar “sjálfshjálparbækur” sem hafa gefið góðar hugmyndir og víkkað sjóndeildarhringinn sem nýtist vel í mínu starfi. Eins hef ég sótt námskeið í viðtalstækni m.a. hugrænni atferlismeðferð og lausnarmiðaðri meðferð. Kynnt mér einnig gjörhygli eða mindfulness, samhyggðarmeðferð (compassion therapy) og NLP.

Upplýsingar:

Er núna sjálfstætt starfandi við dáleiðsluna ásamt því að starfa á Heilsuhóteli Íslands í Reykjanesbæ. Hef mest unnið að dáleiðslumeðferð til að hjálpa fólki að: hætta að reykja, léttast, losna við sykur- og matarfíkn; minnka kvíða, félagskvíða og prófkvíða; minnka og losna við fælni, fóbíur, flughræðslu og innilokunarkennd; auðvelda úrvinnslu sorgar og áfalla; draga úr og hætta vanahegðun s.s. naga neglur; sofa betur; efla sjálfsstraust og sjálfsvirðingu; bæta árangur í íþróttum eða öðrum viðfangsefnum og almennt að létta á bakpokanum sem við öll berum í gegn um lífið.

Undanfarið hefur farið vaxandi að ég noti dáleiðsluna til aukins heilbrigðis almennt og til að skoða innri orsakir eða þætti sem geta leitt til veikinda og unnið að því að uppræta þá. Einnig til að kalla fram æðsta þátt einstaklings eða þann þátt sem er mest tengdur æðri visku, æðri mætti, Guði eða æðra sjálfinu og fá svör þaðan um t.d. erfið ákvörðunaratriði sem einstaklingurinn stendur frammi fyrir eða til að varpa frekara ljósi á viðfangsefni eins og lífsstilgang, hlutverk og slíkt.

Nota fyrrilífs dáleiðslu eingöngu í þeim tilfellum þegar beðið er sérstaklega um hana. Það kemur fyrir að einstaklingur fer í fyrra líf þegar undirvitund hans er beðin að fara að rót ákveðins vanda og þá skiptir ekki máli hvort rótin er í núverandi- eða fyrralífi. Fyrrilífs dáleiðsla hentar vel við t.d. samskiptavanda, ýmsum hindrunum tengt sjálfinu, ótta og fælni í sumum tilvikum og stundum vegna óútskýranlegra verkja. Að auki hef ég alla tíð notað djúpslökun með sjónsköpun í minni vinnu sem hjúkrunarfræðingur bæði fyrir einstaklinga og hópa.

Aðalbakgrunnur minn er hjúkrun og hef ég mestmegnis unnið við geðhjúkrun, endurhæfingarhjúkrun og krabbameinshjúkrun. Útskrifaðist 2002 frá Háskólanum á Akureyri. Vann á geðdeild FSA eftir útskrift og dreif mig í Diplomanám í geðhjúkrun sem lauk 2005. Vann eitt ár á endurhæfingardeild Kristness og flutti svo í Mosfellsbæ í 2 ár þar sem ég starfaði á verkjasviði Reykjalundar og hjá hjúkrunar- og ráðgjafaþjónustunni Karitas. Kom þá aftur norður og starfaði á Dag- og göngudeild geðdeildar FSA til septemberloka 2011.