Margrét Jóhannesdóttir
Margrét Jóhannesdóttir

Margrét Jóhannesdóttir

Dip.CH.,CPTF, ST Cert. Lærður dáleiðslutæknir frá Dáleiðsluskóla Íslands

Sími:  891 9869

 

Nám:

Ég er lærður dáleiðslutæknir frá Dáleiðsluskóla Íslands
Námskeið í Conversational Hypnosis.
Fjögurra daga námskeið í Subliminal Therapy.

Upplýsingar:

Fyrst lærði ég Reiki heilun sem varð svo til að ég fór í dáleiðslunám og líkaði svo vel að ég ákvað að breyta mínum starfsvettvangi alfarið yfir í heilun og dáleiðslu.
Þegar ég fór í dáleiðslunámið vissi ég ekki á hverju ég átti von, hafði aldrei verið dáleidd sjálf. En undur og stórmerki, það er hreint ótrúlegt hvað hægt er að gera gegnum dáleiðslu. Mér fannst stórkostlegt að uppgögva hversu megnugur hugur okkar er, hversu margt það er sem við sjálf getum lagfært í okkar lífi svo framarlega sem við náum sambandi við undirmeðvitund okkar.

Ég hef ekki einbeitt mér að neinu einu sviði dáleiðslu, vinn með allt það sem upp kemur. Ég hef gott lag á börnum og mikinn áhuga á að hjálpa þeim til betri líðanar. Og þar sem ég hef alla tíð verið mjög forvitin um fyrri líf þá ákvað ég að bjóða einnig upp á fyrrilífsdáleiðslur.

Ég er skilningsrík, róleg og þolinmóð og tek þannig á þeim sem til mín koma.