Eva Karen Axelsdóttir
Eva Karen Axelsdóttir

Eva Karen Axelsdóttir

Dáleiðslutæknir – Certified hypnotist | Reiki heilari | Lífsstílsþjálfi – Intuitive Lifecoaching

Aðsetur:  Ármúli 20, 108 Reykjavík

Sími:  847-7757

 

Nám:

Dáleiðslutæknir – Certified hypnotist / Reiki heilari / Lífsstílsþjálfi – Intuitive Lifecoaching

Upplýsingar:

Um mig: Frá árinu 2014 hef ég lagt kapp á að hjálpa einstaklingum í öllu sem tengist andlegri og líkamlegri heilsu, að efla og styrkja sjálfið.

Ég hef mikla reynslu af lífsstílsráðgjöf og starfaði m.a sem lífsstílsleiðbeinandi í fullu starfi á árunum 2014-2017. Á þeim tíma leituðu einstaklingar í meira mæli eftir frekari aðstoð við andlega líðan sem varð til þess að í byrjun árs 2017 lagði ég fyrir mig Reiki heilun og eiginleikar mínir á andlega sviðinu jókust samhliða því. Ég lagði síðar stund á nám í Dáleiðslu hjá Dáleiðsluskóla Íslands og útskrifaðist sem Dáleiðari (Certified Hypnotist). Ég vinn með börnum sem og fullorðnum, en sjálf er ég 6 barna móðir með börn á aldrinum 6-15 ára.

Að fá tækifæri til að aðstoða fólk í daglegu lífi eru forréttindi. Á persónulegan hátt tengist ég hverjum einstakling fyrir sig við úrlausn áskorana sem viðkomandi stendur frammi fyrir. Mitt aðalmarkmið er að opna huga og hjarta fólks og leiða áfram á rétta braut með að finna sinn tilgang í þessu kapphlaupi sem við köllum lífið. Við erum öll einstök og höfum jafnan rétt á því að líða vel.