Björg Einarsdóttir
Björg Einarsdóttir

Björg Einarsdóttir

Löggiltur sjúkranuddari, Dip.CH., Dep.Cert.(Hyp), ST Cert. Dáleiðslutæknir

Aðsetur:  Akureyri

Sími:  862 7675

 

Nám:

Löggiltur sjúkranuddari, Dip.CH., Dep.Cert.(Hyp), ST Cert.

Upplýsingar:

Björg Einarsdóttir er löggiltur sjúkranuddari. Hún útskrifaðist frá Canadian Collage of Massage and Hydrotherapy í Canada sumarið 1992 og rak síðan eigin nuddstofu þar í 2 ár. Hún stundaði líka nám á öðrum sviðum, tók m.a. Reikimeistarann hjá Lindu Lidke 1994, Multidimensional Intergrative healing Hjá Sue Bansen 1992, Svæðanudd 1992 og Aromatherapy 1994. Einnig var hún í þjálfun hjá ýmsum kennurum í hugleiðslu og andlegum málum. Hún var lengst hjá Donnu Cheff, Pathway Scervises í Canada, 4 ár, 1990 til 1994.

Meðan á dvölinni í Canada stóð, tók Björg einnig námskeið í stjörnuspeki hjá Dale Osadchuk. Björg var líka 2 vetur í Hugræktarskóla Lífsýnar hjá Erlu Stefánsdóttur, fyrst veturinn 1989-1990 og síðan sem leiðbeinandi veturinn 1997-1998. Einnig tók hún hjá Erlu námskeið í Heilun 1998, Shamanisma I og II árið 1999 og námskeið um Tengingar og tóna orkustöðvanna sama ár.

Björg fór einnig í gegnum þrjár innsetningar, í Kundalíní Yoga 2000-2002 hjá Guruji Maha Maharishi Dr. Paranjothiyar. Árið 2006 tók hún þátt í “Sacred Jurney” í Peru í Suður-Ameríku námskeið í Shamanisma með Malku innfæddum Shamanni og Barböru Ann Wolf Reikimeistara og hugleiðslukennara frá Englandi.

Námskeið í Fyrrilífsheilun með Bandaríska geðlækninum dr. Brian Weiss árið 2007, “Sacred jurney” til Bali Indónesíu, hugleiðslunámskeið með Barböru Ann Wolf 2008, og 2009 ” Healing Beyond the Bounds of Reason” námskeið hjá dr. Caroline Myss Björg er útskrifaðist í stjörnuspeki frá Stjörnuspekiskóla Gunnlaugs Guðmundssonar í maí 2010.

Hún útskrifaðist sem dáleiðslutæknir frá The International School of Chlinical Hypnosis í mars 2012, tók framhaldsnámskeið í dáleiðslu gegn þunglyndi frá sama skóla í maí 2012 og Dáleiðslumeðferð gegn reikingum hjá Roy Hunter í júní 2013 og Subliminal Therapy hjá Dr. Edwin Yager í september 2013