Heiðar Ragnarsson
heilsuráðgjafi, svæðanuddari og heilari , Dip.CH., ST Cert., Dáleiðslutæknir
Sími: 898 1501
Nám:
Dáleiðslutæknir, heilsuráðgjafi, svæðanuddari og heilari , Dip.CH., ST Cert.,
Lærði dáleiðslu í Reykjavík hjá John Sellers, námslok í nóvember 2011
Subliminal Therapy hjá Dr. Edwin Yager
Upplýsingar:
Ég er lærður matreiðslumaður með meistararéttindi og hef unnið við það meira og minna alla mína starfstíð. Hef á undanförnum 20 árum verið smám saman að læra og taka einstök námskeið í heilsutengdum greinum eins og Augnlestri, svæðanuddi, nuddi, ristilhreinsun og nú dáleiðslu. Hef einnig um árabil lesið og studerað fræði Edgars Cayce og nota fræði hans og annarra við heilsuráðgjöf og meðferð. Er nú í samstarfi við 7 aðra með stofu að Austurvegi 4 á Selfossi (Heilsulindin Miðgarði). Við sem þar störfum erum þó öll jafnframt í öðru starfi.
Ég hef eftir nám í dáleiðslu notað hana með öðrum meðferðum eða sem sér meðferð á stofu minni og víðar. Ég hef þegar náð góðum árangri við að aðstoða fólk við að hætta reykingum, losna við lofthræðslu og margt annað. Mitt álit er að dáleiðsla geti ein og sér gert mikið gagn en að hún sé ekki síður gagnleg til að styðja við aðrar meðferðir.
Aðalstarfsstöð við dáleiðslu og heilsumeðferðir er á Selfossi en vinn einnig við það á Hótel Geysi og get komið í heimsóknir í heimahús, sumarbústaði eða annarstaðar þegar tími leyfir.